Listahátíð, Útvarpsleikhúsið og Borgarbókasafnið mætast í dagskránni Rýmin & skáldin I-VI. Í Rýmunum & skáldunum gefst áhorfendum færi á að upplifa nýja hlið á bókasafninu og verða vitni að sköpunarferli sex nýrra íslenskra leikverka í sviðsettum leiklestri undir leikstjórn sex leikstjóra. Eftir þennan fyrsta flutning fyrir áhorfendur þróa leikskáldin og leikstjórarnir verkin áfram og síðar á árinu verður þau tekin upp á vegum Útvarpsleikhússins. Hvert leikrit verður flutt tvisvar sinnum, eftir lokun í bókasöfnunum og hægt verður að kaupa sér passa á öll verkin. Meðal leikenda eru Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Víkingur Kristjánsson. Miða á leikverkin má nálgast á midi.is. Lán til góðverka eftir Auði Övu Ólafsdóttur í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur Aðalsafn 21. maí kl. 20:00 og 25. maí kl. 19:00 Rökrásin eftir Ingibjörgu Magnadóttur í leikstjórn Hörpu Arnardóttur Ársafn 22. maí kl. 20:00 og 25. maí kl. 17:30 Páfuglar heimskautanna eftir Ragheiði Hörpu Leifsdóttur í leikstjórn Mörtu Nordal Foldasafn 23. maí kl. 20:00 og 25. maí kl. 16:00 Gestabókin eftir Braga Ólafsson í leikstjórn Stefáns Jónssonar Sólheimasafn 28. maí kl. 20:00 og 1. júní kl. 16:00 Slysagildran eftir Steinunni Sigurðardóttur í leikstjórn Hlínar Agnarsdóttur Gerðubergssafn 29. maí kl. 20:00 og 1. júní kl. 19:00 Blinda konan og þjónninn eftir Sigurð Pálsson í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur Kringlusafn 30. maí kl. 20:00 og 1. júní kl. 17:30