Beint í efni

Sæbraut - Sigurbjörg Þrastardóttir

Hér við sjávarsíðuna á Sæbrautinni les Sigurbjörg Þrastardóttir ljóð sitt „Skipaskagi“ og brot úr smásögunni „Sveigðir hálsar“. Þar er sagt frá því þegar gíraffahjörð gerir sig heimankomna í borginni með ófyrirséðum áhrifum á menningarlíf borgarinnar og heilsu íbúa hennar.

Smásagan hefur ekki birst á bók en ljóðið er úr bókinni Hnattflug (JPV útgáfa, 2000).

Umsjón með upptökum hafði Jórunn Sigurðardóttir á Rás 1 Ríkisútvarpsins