Líf á meðal villimanna
Lesa meira
Líf á meðal villimanna
Fyrir tuttugu árum las ég bók um tengsl hrollvekju og kómedíu. Höfundurinn, William nokkur Paul, vildi meina að þarna á milli væri öllu styttra en almennt og yfirleitt er talið og benti meðal annars á hvernig viðbrögð við hryllingi væru oft ýktur hlátur, samhliða því að hlátrasköll yfir kómedíu umhverfðust yfir í einskonar öskur. Enda heitir bókin Laughing Screaming – eða hlæjandi öskrandi. Mér varð hugsað til þessara kenninga þegar ég las bók Shirley Jackson, Líf meðal villimanna.