Beint í efni

Sjón og Sölvi Björn fá Menningarverðlaun DV

Menningarverðlaun DV voru afhent í 35. skipti í Iðnó, miðvikudaginn 11. mars. Veitt voru verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á listasviðinu á síðastliðnu ári, í níu flokkum. Flokkarnir eru bókmenntir, fræði, byggingarlist, danslist, hönnun, kvikmyndir, leiklist, myndlist og tónlist. Sjón hlaut verðlaun í flokki bókmennta, fyrir skáldsöguna Mánastein, og Sölvi Björn Sigurðsson hlaut verðlaun fyrir bækurnar Stangveiðar á Íslandi og Íslenska vatnabók, sem voru tilnefndar í flokki fræða. [caption id="attachment_8147" align="alignnone" width="300"] Verðlaunahöfundarnir Sjón og Sölvi Björn Sigurðsson.[/caption] Á heimasíðu DV má sjá heildarlista verðlauna í öllum flokkum: DV.is