Beint í efni

Skáldatal með Hallgrími Helgasyni

Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason kemur fram í Norræna húsinu fimmtudaginn, 25. október kl. 12, á fyrirlestraröðinni Skáldatal. Skáldatal  er á vegum námsbrautar í ritlist við Háskóla Íslands í samvinnu við Bókmennta- og listfræðastofnun og Norræna húsið. Á fyrirlestraröðinni ræða skáld og rithöfundar um það sem helst brennur á þeim og á þann hátt sem efnið krefst. Viðfangsefni fyrirlestranna er ekki gefið upp fyrirfram. Hallgrímur Helgason hefur verið á meðal nafnkunnustu íslenskra rithöfunda, innanlands og utan, um árabil. Hann hefur sent frá sér fjölmargar skáldsögur og ekki veigrað sér við að taka virkan þátt í þjóðfélagsumræðunni. Hallgrímur hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Höfundur Íslands árið 2001. Nýjasta bók hans, Konan við 1000°, vakti mikla athygli og deilur þegar hún kom út í fyrra. Aðgangur er ókeypis og eru allir að sjálfsögðu velkomnir meðan húsrúm leyfir.