Hér á Skólavörðuholti er lesið upp úr Svartfugli, sögulegri skáldsögu Gunnars Gunnarssonar. Sögusviðið er Ísland við upphaf 19. aldar og byggir sagan á morðunum á Sjöundá, einu frægasta morðmáli Íslandssögunnar þar sem Bjarni Bjarnason og Steinunn Sveinsdóttir voru fundin sek um glæpinn. Steinunn var dysjuð á Skólavörðuholti eftir að hún lést í fangelsi (nú Stjórnarráðshúsið) árið 1805. Ummerki um „Steinkudys“ sáust allt fram á 20. öld, þar til grjótnám hófst á holtinu vegna framkvæmda við Reykjavíkurhöfn.
Lestur: Hjalti Rögnvaldsson
Umsjón með upptökum hafði Jórunn Sigurðardóttir á Rás 1 Ríkisútvarpsins