Gwendy
Lesa meiraGefin út sem hljóðbók og rafbók. Sigríður Lárétta Jónsdóttir les.. . Þríleikur um konu sem sýnir makalausan styrk þegar örlögin leggja á hana þyngri byrðar en flestir stæðu undir.. . Þýðing: Ísak Harðarson og Arnór Ingi Hjartarson.8 gata buick
Lesa meira
8 gata buick
Ég verð að játa að ég var orðin óttalega leið á mínum gamla vini Stephen King, mér fannst hann vera orðinn óttalega vellulegur eitthvað og gaf upp andann af leiðindum yfir Grænu mílunni. Og hef ekki litið í bók eftir hann síðan. En þá rak upp í hendurnar á mér nýja bílabókin hans, From a Buick 8 (2002), sem nú hefur verið gefin út á íslensku í ágætri þýðingu Helga Más Barðasonar sem 8 gata buick, og svei mér þá ef ég tók bara ekki minn mann í sátt. Hér er hann aftur kominn í sitt gamla góða stuð, hæfilega reyfaralegur, hæfilega dramatískur og dásamlega andstyggilegur.