Beint í efni

Styrkir til lestrarhvetjandi verkefna

Fulltrúar þrjátíu og átta verkefna sem stuðla eiga að samstarfi leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila, svo og læsi í víðum skilningi, tóku við styrkjum skóla- og frístundaráðs fimmtudaginn 14. júní. Alls námu styrkveitingar um 25 milljónum króna. Hæsti styrkurinn, 3.5 milljón króna,  rennur til samstarfsverkefnis fjögurra leikskóla Skína smástjörnur sem miðar að því að þróa gæðastarf í fagstarfi með yngstu leikskólabörnunum. Afhending styrkjanna fór fram við hátíðlega atöfn á Kjarvalsstöðum þar sem Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundaráðs ávarpaði styrkþega. Hún sagði í ávarpi sínu við að þau þróunarverkefni sem styrkt verða séu mikilvægt vítamín fyrir skóla- og frístundastarf í borginni. „Það er sérstaklega ánægjulegt að geta nú í fyrsta sinn styrkt þróunarverkefna til handa starfsfólki í frístund, þeim síspræku gleðigjöfum sem hafa nú gengið í eina sæng með leikskólanum og grunnskólanum.“   Meðal lestrarhvetjandi verkefna sem fengu styrk og eiga að styrkja borgina í sessi sem Bókmenntaborg UNESCO má nefna lestrarverkefnið Orð af orði til Fossvogsskóla og Hlíðaskóla, Bókasafn á ferð og flugi til frístundamiðstöðvarinnar Frostaskjóls, Læsi í Dalnum til Dalskóla og Skáld í skólum. Þá fékk Þjónustumiðstöðin í Breiðholti og Menntavísindasvið HÍ þriggja milljóna króna styrk til verkefnisins sem miðar að því að efla menningu, mál og læsi í Fellahverfi.   Sjá frétt með yfirliti yfir alla styrkþega.