Beint í efni

Sumarnámskeið Möguleikhússins

Frá árinu 1995 hefur Möguleikhúsið staðið fyrir leikhúsnámskeiðum fyrir börn á sumrin með dyggum stuðningi frá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur. Á námskeiðunum er unnið með flest þau atriði sem tengjast hefðbundinni leikshúsuppsetningu. Meðal þess sem fengist er við má nefna; gerð handrits, æfingar, leikmynd og búningar, lýsing ofl.  Þó vinnan fari að mestu leyti fram innan dyra er einnig reynt að brjóta upp daginn með því að fara út í guðs græna náttúruna, ef veður leyfir. Allir þessir þættir eru síðan nýttir til að vinna leiksýningu frá grunni, sem sýnd er í lok námskeiðsins. Skapast hefur sú hefð að sýningin sé sýnd a.m.k. tvisvar, annars vegar fyrir börn á leikjanámskeiðum og hins vegar fyrir aðstandendur barnanna. Leiðbeinendur á námskeiðunum eru leikhúslistamenn sem hafa mikla reynslu af að vinna í barnaleikhúsi auk aðstoðarmanna. Sumarið 2012 efnir Möguleikhúsið, sautjánda árið í röð, til leikhúsnámskeiðsins „Leikhús möguleikanna“. Haldið verður eitt námskeið fyrir börn á aldrinum 9–12 ára og stendur það í tólf virka daga. Námskeiðið fer fram í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Því lýkur með leiksýningu, sem sýnd verður í Gerðubergi. Námskeiðið hefst 7. júní og lýkur 22. júní. Unnið verður virka daga frá kl. 9.00–15.00. Hámarksfjöldi þátttakenda er 15. Þátttökugjald er 42.000 kr. og greiða þarf 10.000 kr. staðfestingargjald við skráningu. Skráning fer fram í síma 897 1813 og á moguleikhusid@moguleikhusid.is.