Norræna húsið býður til höfundakvölds með Herman Lindqvist rithöfundi fimmtudagskvöldið 27. febrúar 2014, kl. 20:00.
Herman Lindqvist (f. 1943), fæddur í Helsingfors í Finnlandi, er þekktur sænskur metsöluhöfundur fjölda bóka um ýmsar persónur mannkynssögunnar og sögulegra atburða. Hann er einnig blaðamaður og vinsæll þáttastjórnandi í sjónvarpi. Herman Lindqvist mun kynna á sænsku nýjustu bók sína När Finland var Sverige – historien om de 700 åren innan riket sprängdes.
[caption id="attachment_7981" align="alignright" width="215"] Herman Lindqvist[/caption]Nýlega fékk Herman verðlaun fyrir bók sína úr finnskum sjóði „Ingrid, Margit och Henrik Höijers donationsfond“. Þar segir um bókina: „Á hrífandi hátt sýnir höfundurinn hvernig rúmlega sjö alda sameiginleg saga Svíþjóðar og Finnlands mótaðist á ýmsum sviðum uns ríkið sprakk árið 1809. Bókin fer með lesandann í ferðalag um aldirnar, ferð fulla af meitluðum persónulýsingum og haganlega samþjöppuðum sögulegum atburðum og aldarfarslýsingum.“
Áður hefur komið út á íslensku eftir Herman bókin Napóleon í þýðingu Borgþórs Kærnested. Hið íslenska bókmenntafélag gaf bókina út árið 2011.
Allir velkomnir, aðgangur ókeypis. Norræna húsið býður léttar veitingar.