Beint í efni

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014

Rithöfundarnir Auður Jónsdóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hafa verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014. Auður fyrir skáldsöguna Ósjálfrátt og Eíríkur Örn fyrir skáldsöguna Illsku. Bækurnar komu báðar út hjá Máli og menningu í fyrra. Heildarlista tilnefndra bóka má lesa hér á vefsíðu Norðurlandaráðs. Dómnefnd Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs útnefnir verðlaunahafann og tilkynnt verður um úrslitin við verðlaunahátíð Norðurlandaráðs í lok október 2014 í Stokkhólmi. Verðlaunin nema 350 þúsund dönskum krónum.