Beint í efni

Tímakista Andra Snæs tilnefnd

Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason er tilnefnd af Íslands hálfu til Barna- og unglingabókaverðlauna Vestnorræna ráðsins 2014.
Grænlenska dómnefnd verðlaunanna hefur tilnefnt bókina Nasaq teqqialik piginnaanilik (Töfrakaskeitið) eftir Kathrine Rosing. Dómnefnd Færeyja hefur tilnefnt bókina Flata kanínan eftir Bárð Oskarsson.  Verðlaunin hafa verið veitt annað hvert ár frá árinu 2002 og er nú tilnefnt til þeirra í sjöunda skipti. Andri Snær fékk verðlaunin 2002 fyrir Söguna af bláa hnettinum. Tveimur árum síðar fengu Kristín Steinsdóttir og Halla Sólveig Þorgeirsdóttir þau fyrir Engil í Vesturbænum. Bárður Óskarsson, var verðlaunahafinn 2006 fyrir Hundinn, köttinn og músina. Kristín Helga Gunnarsdóttir fékk þau 2008 fyrir Draugaslóð. 2010 hreppti Gerður Kristný þau fyrir Garðinn og í fyrra fékk Lars-Pele Berthelsen þau fyrir Söguna um Kaassali.