Hér við austurbakka Tjarnarinnar er lesið úr smásögunni „Endurkoma“ úr bókinni Undir eldfjalli (Forlagið, 1989) eftir Svövu Jakobsdóttur (1930-2004), einn fremsta rithöfund Íslendinga.
Sagan segir frá miðaldra konu sem snýr aftur til Íslands, eftir langa búsetu í Bandaríkjunum. Bandarískur eiginmaður hennar er með í för og óþægilegar minningar frá ástandsárunum láta á sér kræla. Miðbæjarskólinn hér handan við götuna kemur meðal annars við sögu. Fyrsta bók Svövu var smásagnasafnið Tólf konur sem kom út árið 1965 en hún skrifaði smásögur, skáldsögur og leikrit, bæði fyrir svið og ljósvakamiðla. Hún skrifaði enn fremur fjölda ritgerða og blaðagreina og gerði þætti fyrir útvarp. Verk hennar hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál og hafa leikrit hennar einnig verið flutt víða erlendis.
Lestur: María Þórðardóttir
Umsjón með upptökum hafði Jórunn Sigurðardóttir á Rás 1 Ríkisútvarpsins