Höfundur: Geoff Rodkey
Um bókina
Kládía stendur fyrir skranleit um New York-borg til fjáröflunar fyrir matarhjálp Manhattan.
Að sjálfsögðu fer það ekki eins og til var ætlast og það er ekki bara lið systkinanna sem komast í hann krappann.
Úr bókinni
RÖKKVI
Þú fékkst ekkert þessa hugmynd! Þetta var MÍN hugmynd!
Þú bara stalst henni. Og leyfðir mér aldrei að njóta heiðursins!
KLÁDÍA
Ertu viss um að þú viljir njóta heiðursins? Eftir allt sem átti sér stað?
RÖKKVI
U, já ... góður punktur. Skiptir engu.
KLÁDÍA
Vel á minnst, fyrir þá sem ekki vita það, þá erum við Rökkvi tvíburar.
Sem er furðulegt. Því við erum alls ekkert tvíburaleg. Í raun erum við MJÖG ólík.
Ég vil ekki fara út í HVERNIG við erum ólík því ég er á þeirri skoðun að hver manneskj sé einstök - og ef maður setur merkimiða á persónu þvingar maður hana inn í agnarsmáan kassa með engu svigrúmi svo hún getur ekki verið hún sjálf.
Og það er augljóslega ekki svalt.
En ef ég væri brjálæðislega TILNEYDD að setja merkimiða á okkur væri ég þessi gáfaða.
Og Rökkvi væri þessi íþróttalegi.
Eða kannski þessi illa lyktandi.
Eða jafnvel þessi sem sóar lífi sínu í að spila tölvuleiki á meðan systir hans er önnum kafin við að bæta heiminn.
(s. 7-8)