Höfundar eru Aino Havukainen og Sami Toivonen
Um bókina
Þeir Breki og Dreki finna upp á einu og öðru gagnlegu: Morgunverkavél, þar sem maður getur valið hraða eða hæga vöknun (tuttugu sekúndna hversdagsmorgun eða ljúfa og langdregna vöknun í hægagangi); Sturtuhlíf sem einnig má nota sem smábarnabaðkar, nú eða jólatré. Og síðast en ekki síst: Hárafjölgara. Því börnum er sjaldan leyft að taka þátt í fundum og ráðstefnum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi barna. En ef maður klæðir sig upp einsog skeggjaður, fulloðrinn maður, er mögulegt að fá að vera með.
Þetta eru nú bara nokkur dæmi um gagnlegar uppfinningar þeirra Breka og Dreka.