Beint í efni

Úr vonarsögu

Úr vonarsögu
Höfundur
Hanne Bramness
Útgefandi
Dimma
Staður
Reykjavík
Ár
2022
Flokkur
Ljóð

Um bókina

Ljóðaflokkur þar sem vonin sjálf er undirliggjandi og mikilvægt afl til mótvægis við atburði sem eiga sér stað á yfirborðinu. Á markvissan hátt vinnur skáldið úr minningabrotum úr æsku og fléttar saman hinu kunnuglega og því sem er framandi.

Hanne Bramness er eitt þekktasta samtímaskáld Norðmanna.

Úr bókinni

Það sem myrkrið getur framkallað

Í haustkvöldinu blaktir ljós frá skrúðgöngu
ljósbera milli trjánna í garðinum. Þeir
ganga hægt, halda ljóskerunum á stöngum

sem sveiflast, lyfta þeim eins hátt og hægt er, eða
draga þau á eftir sér á jörðinni með
skínandi hala frá endurkastinu í litlum

pollum og djúpum hjólförum. Í röku loftinu
hanga glóandi skuggarnir eftir,
aðeins úr takti við göngumennina sem einnig

eru úr takti innbyrðis, þyngslalegir eða
á þönum. Það fer að verða áliðið, þeir
hafa gengið um stund, hugsanlega mörg

hundruð metra. Sumir raula, aðrir vola.
Það er svo dimmt, og ljóskerin veita myrkrinu aukið
afl til að skilja þá öruggu frá þeim óttaslegnu.

 

 

Fleira eftir sama höfund