um bókina
Vísindabókin er aðgengilegt og myndskreytt rit um sögu vísindanna. Hér er greint frá 250 merkum vísindaafrekum frá upphafi vega til dagsins í dag. Fjallað er um merkileg framfaraspor í líffræði, eðlisfræði, stjörnufræði, heimsfræði, jarðfræði, læknisfræði og stærðfræði og er gert grein fyrir hverjum atburði, uppgötvun eða uppfinningu á einni opnu með texta og myndverki.