Beint í efni

Vogaskóli skrifar um borgina

Fjölmargar línur um borgina

Nemendur í Vogaskóla hafa sett saman ljóð í tilefni Lestrarhátíðar í Reykjavík, sem í ár er tileinkuð borgarljóðum undir heitinu Ljóð í leiðinni. Ljóðagerðin fór fram á svo kölluðum fjölgreindaleikum sem nemendur í öllum árgöngum, frá 1. - 10. bekk, tóku þátt í í byrjun október. Nemendur unnu saman í hópum þvert á árganga og lagði hver nemandi til eina línu í ljóð síns hóps. Hver hópur raðaði síðan línunum saman í ljóð og útkomuna má sjá hér fyrir neðan, alls 28 ljóð.  Ljóðin munu einnig vera til sýnist í Vogaskóla þar sem þau munu prýða veggi skólans á næstunni.

Ljóð í leiðinni – Borgarljóð úr Vogaskóla

Hópur U: Borgin okkar Labbar Laugarveginn. Glaður og kátur. Hlaupa í skólann. Út að leika. Gefa öndunum brauð. Hjólar út í búð. Kaupir eitthvað að borða. Fara á veitingastaði. Fara á Arnarhól. Fara í sund, bíó og leikhús. Instagram. Hópur T – Tilraunardýrin: Borgin okkar fína Borgin okkar Reykjavík. Falleg borg hér í Reykjavík. Borgin er stór. Labbar niður Laugarveginn. Göngum yfir gangbrautir og brýr. Fer í skólann. Leikur á hjólabretti. Margir skólar í borginni. Það er til góður ís í borginni. Hjóla í Elliðaárdalnum. Fara í sund í sólinni. Borgin sefur aldrei. Hópur S: Stórborgin Borgin er stór. Borgin er björt. Borgin er stór og fullt af súrefni. Borgin er skemmtileg. Mörg hús. Margir bílar. Borgin er falleg. Borgin er yndisleg. Margt fólk að labba og hjóla. Húsin eru stór. Margar búðir. Hópur R: Frá því slæma til hins góða Mengun í borginni. Mörg hús. Leiðinleg rigning. Hjól og drasl. Reikningar og fyrirtæki. Fara á æfingu. Fara í fótbolta. Skemmtigarðar. Körfubolti. Ekki mjög stór borg. Falleg náttúra. Hópur Q – Queen: Um borg og bæ Borgin mín. Hún er svo fín. Ég á heima þar. Í stórri borg. Stærsta landið. Skemmtilegt er nú þar. Leik mér oft. Íþróttir. Fleiri leikir. Milljón íbúar. Ég fer oft í tölvuna. Ég bý í húsbíl. Hópur Prakkararnir: Bærinn okkar – Reykjavík Stór bær. Full af náttúru. Flott hús. Stórar blokkir. Stórir skógar. Mikið af húsum. Fullt af dýrum. Fullt af íþróttafólki. Fámenn borg. Leikum okkur. Vídeóleigur og bíó Margir dansstaðir. Ekki borg glæpanna.  Hópur Ó - Óvitarnir: Reykjavík Reykjavík höfuðborg er. Í borginni er fínt. Það er góður matur. Í borginni er fínt sem ljóðið kann. Götur fullar af mannlífi. Ung og falleg. Borgin er menguð. Fer í Vogasel. Náttúrulíf er víða. Þar er mikið af trjám. Gaman að skauta. Hópur N - Núbbar: Borgin í október Borgin er falleg í október. Falleg hús. Sólin skín. Fuglarnir syngja. Laufin falla. Laufin eru rauð, brún, græn og gul. Það byrjar að kólna í október. Borgin er yndisleg. Göturnar eru flottar. Borgin er falleg þegar það er nótt. Á veturna kemur snjór.  Hópur Ö: Borgin okkar allra Borgin er flott. Það er falleg tjörn. Og öndin segir kvak kvak kvak. Laugavegurinn. Drengur. Strætó út um allt. Mengun. Húsið er blátt og blár er litur. Það er búð og hún heitir Bónus. Skemmtigarður. Húsdýragarður. Skólinn er skemmtilegur. Skólinn er eins og óskrifað blað. Hópur Æ: Reykjavík Í Reykjavík eru falleg fljóð. Reykjavík er rosa stór. Reykjavík er flott. Fullt af blokkum í Reykjavík. Fullt af húsum í Reykjavík. Fullt af fólki. Margt að sjá í Reykjavík. Listasöfnin eru mörg. Sumar kirkjur. Rok og rigning. Flott útsýni af fjöllunum. Gaman í Reykjavík.  Hópur Þ – Þjófaþyrlurnar: Íslenska ljóðið Landið er gott. Reykjavík er fjölmenn borg. Fá sér kaffi á kaffihúsi. Fara í tölvuna. Fara að spila í tölvunni. Fá sér að borða. Fer til vinkonu minnar. Fara í ferðalag. Reykur.  Hópur Z - Zeta: Fallega borgin okkar Reykjavík er stór. Það eru margir sem búa þar. Mikið af peningum. Mikið af sterkum húsum. Oft kalt. Aldrei stríð. Flottir vegir. Stundum gott veður. Mjög gott verður í sumar. Mikið af fuglum. Margir ferðamenn. Góðir bílar. Engin tröll. Fallegt fólk. Góð mjólk.  Hópur X – x-menn: 17. júní 17. júní Íslendingar. Fara í skóna. Fara niður í miðbæ. Fara í Hörpuna og upp í Hallgrímskirkjuturn. Keyra framhjá Kringlunni og Vogaskóla. Fara í fótbolta. Fara í tölvuna. Hópur V: Reykjavík Reykjavík er í Evrópu. Reykjavík er höfuðborg Íslands. Reykjavík er mjög stór. Reykjavík er stór bær. Reykjavík er falleg. Í Reykjavík eru ekki neinar hættulegar pöddur. Stærsta kirkja Íslands er í Reykjavík. Það eru margir turnar í Reykjavík. Skólar í Reykjavík eru skemmtilegir. Kennarar í Reykjavík eru ,,awesome“. Alltaf gott að búa í Reykjavík. Hópur G – Fjóla: Margt er hægt að gera í Reykjavík Förum í skólann. Perlan. Hallgrímskirkja. Fara í sund. Fara í sveitina. Húsdýragarðurinn. Fara út að borða. Fara í bæinn. Fara út að labba. Fara út að leika. Alþingishúsið. Harpan. Vinir í Reykjavík.  Hópur F – Fílarnir: Höfuðborg Stór borg. Umferð. Ljós. Fara í bíó. Fara í Húsdýragarðinn. Fara í keilu. Fara í gönguferð. Fara í ferðalag. Synda í sjónum. Hreint vatn. Ferskt loft. Vík.  Hópur E: Reykjavíkurljóð Reykjavík er falleg borg. Labba niður á Ingólfstorg. Sjórinn er sléttur og sólin skín. Trén eru græn og fín. Í miðbænum er margt að sjá. Fjöllin eru svaka há. Himininn er fallegur og mjög breiður. Í skóla í Reykjavík. Krakkar að leika sér úti. Vindurinn blæs Reykjavík burt heimastað. Sólin skein á fólkið og þá setti það sólgleraugu á sig. Reykjavík er höfuðborgin okkar.  Hópur Ð:  Reykjavíkurnætur Reykjavík er stór og skemmtileg borg. Í Reykjavík er margt að sjá. Þegar maður fer á fætur finnur maður góða sjávarlykt. Reykjavík lýsir um nætur. Það eru mörg hús í Reykjavík. Það er alltaf gaman að fara á stjá. Það er gott útsýni fjöllum á. Það er oftast gott veður í Reykjavík. Reykjavík styður góðar íþróttir. Reykjavík er hin fallegasta borg. Hópur D:  Miðpunktur alheimsins Vogaskóli miðpunktur er. Skemmtilegt að leika sér. Í Vogunum skemmtilegast er. Gömul hús í miðbænum. Alþingishúsið. Perlan. Harpan. Hallgrímskirkjuturn fallegur er. Haustlitina með sér ber. Esjan stór. Hér eru ber. Ís góður er.  Hópur C – Súperman: Fólkið í Reykjavík Í Reykjavík lesa krakkarnir á bókasöfnum. Aðrir hlæja á götunum. Skip sigla í höfninni og túristar koma labbandi. Grenitré syngja á Arnarhól. Klukkurnar hringja í Hallgrímskirkju. Menn labba upp á Esjuna. Menn og konur dansa á dansballi. Rónarnir á Ingólfstorgi drekka sinn bjór. Menn syngja í Hörpunni. Gamla fólkið reykir. Hópur B – Brjáluðu bananarnir: Bökunarklúbbur í Reykjavík Vindurinn læðist um borgina, fer inn um Bankastræti fer inn í banka. Bílarnir flauta í umferðarhnút. Komið haust í Reykjavík. Laufin falla til jarðar. Vogastræti bökunarklúbbur er uppi. Lyktin frá klúbbnum fer um bæinn. Allir koma og fá sér köku. Því það er haust í Reykjavík. Hópur A – A-team:  GTA í Reykjavík Reykjavík er borgin mín. Borg okkar manna. Falleg og góð. Margt er gott við Reykjavík. Það er til fullt af bakaríum. Margir góðir skólar. Fullt af gotteríum. Fullt af bíóhúsum. Fullt af ísbúðum. Fer í tölvuna. Hér er komið GTA5 Hér er gott að búa. Hópur M – M og M: M og M ljóðið Bókmenntaborgin. Fuglarnir syngja. Blómin blómstra. Rósir að vaxa. Kanína borðar gulrót. Krakkarnir leika. Gaman í sundi. Hann var að gera tvennt í einu. Karl var að lesa bók. Karl er að veiða. Borgin er frábær. Ísland er gott land. Hópur L – Logandi ljónin: Þar var ljóð Það var maður að labba niður götuna. Strætó keyrði framhjá. Maðurinn fór í strætóinn. Hann var að fara að kaupa sér ís. Hann ætlaði í Vesturbæinn að fá sér Vesturbæjarís. Á leiðinni sá hann ljóðabúð og hann elskaði ljóð. Einmitt í dag var ljóðadagurinn. Hann keypti sér ljóð um ís. Hann fór í Bónus og keypti sér í matinn. Hópur K – Klikkuðu kakkalakkarnir: Borgin hún stórfagra Borgin hún stórfagra. Án allra kakkalakka. Túristar margir eru. Strætóar fara fram og aftur. Kettir margir hlaupa um. Fiðrildin fljúga um bæ. Krakkar fara í sund. Reykjavík er opin bók. Harpan er stór og falleg. Perlan er stór og glitrar. Maður situr á klósettinu og kemst ekki út. Hópur J: Borgin okkar Borgin okkar er besta borg. Þar eru mörg falleg torg. Borgin okkar er ísköld. Nokkrir strætóar. Borgin okkar er æðisleg. Borgin okkar er með fullt af búðum og líka fullt af snúðum. Eina borgin á Íslandi. Borgin okkar er með fullt af blokkum. Borgin okkar er með fullt af fólki. Borgin okkar er með fullt af hamborgurum. Fullt af skólum. Borgin okkar er með fullt af dýrum. Borgin okkar er full af ís. Hópur Í – Íkornarnir: Lífið í Reykjavík Reykjavík er stórborg Íslands. Lúkas var villtur inn í miðbænum. Miðbærinn er fallegur. Reykjavíkurtjörn geymir gæsir og svani borgarinnar. Blómin blómstra. Hallgrímskirkjuturn rís hátt. Harpan er falleg. Afi teiknaði Hörpuna. Fiskar fara upp á land. Kind í miðbænum. Fuglarnir kúka á fólkið. Risaeðla í Húsdýragarðinum. Kjöteðla inni í húsi. Hópur H – Bleiku strumparnir: Hvar er rusl? Reykjavík er borg. Höfuðborg Íslands. Kirkjan er stór. Harpan er falleg. Túristar horfa á Hallgrímskirkju. Skeiterar mótmæla á Ingólfstorgi. Tjörnin liggur friðsæl. Laugarvegurinn er vinsæll. Hamborgarafabrikkan er fræg. Rónar í miðbænum. En hvar er rusl?