Vorvindaviðurkenningar IBBY á Íslandi voru veittar í Gunnarshúsi sunnudaginn 12. maí. Viðurkenningarnar hafa verið afhentar árlega frá árinu 1987 og eiga þær að vekja athygli á þeim fersku vindum sem blása í barnamenningunni hverju sinni.
Þrjár viðurkenningar voru veittar að þessu sinni fyrir störf að barnamenningu. Viðurkenningar hlutu:- Kúlan – barnaleikhús. Í Þjóðleikhúsinu fer fram metnaðarfullt starf á leiksviðinu Kúlunni, en þar hafa verið sýndar fjölmargar sýningar fyrir yngstu leikhúsgestina og leikskólabörnum boðið í heimsókn að kynnast leikhúsinu.
- Gunnar Helgason hefur unnið mikið starf fyrir börn á sviðum leik-, söng- og ritlistar. Nýjustu bækur hans, Víti í Vestmannaeyjum og Aukaspyrna á Akureyri eru skrifaðar af næmni og kímni og gleðja lesendahóp sem ekki á alltaf auðvelt með að finna lesefni við sitt hæfi.
- Kristjana Friðbjörnsdóttir hefur skrifað sex barnabækur, þrjár um spæjarann Fjóla Fífils og þrjár um hina óforbetranlegu Ólafíu Arndísi, sem segir á hreinskilinn og einlægan hátt frá ævintýrum hversdagsins. Sögurnar eru bráðfyndnar og skemmtilegar og hitta beint í mark hjá lesendum.
- Birgitta Sif er nýliðinn í hópnum, en hennar fyrsta bók, Ólíver, kom út hjá Walker bókaútgáfunni í Bretlandi um svipað leyti og bókin kom út hérlendis. Birgitta skrifar söguna og teiknar hana um leið. Söguheimurinn er fjölbreyttur og lifandi og boðskapurinn hlýr og fallegur.