Beint í efni

Yfir bænum heima

Yfir bænum heima
Höfundur
Kristín Steinsdóttir
Útgefandi
Vaka-Helgafell
Staður
Reykjavík
Ár
2020
Flokkur
Skáldsögur

Það er vor í litlum bæ við sjóinn. Atvinna er stopul og unga fólkið dreymir um bjartari tíma. En þegar stríðið kemur í bæinn, sjálf heimsstyrjöldin, breytist allt. Göturnar fyllast af erlendum hermönnum, braggar rísa, dansinn dunar og bæjarbúar þurfa vegabréf til að komast á milli hverfa. Úti á firði liggja herskip og yfir vofir ógnin: Flugvélar með sprengjur sem enginn veit hvar falla.

Yfir bænum heima segir frá stórfjölskyldu á Seyðisfirði, nágrönnum og heimilisvinum. Ásta er fimmtán ára þegar ófriðurinn hefst og spennt fyrir nýjungum. Þrúða systir hennar á ung börn og er undir miklu álagi í starfi sínu á Símstöðinni. Rúna móðir þeirra tekur öllu af æðruleysi en heimilisfaðirinn Snjólfur er andsnúinn hernum þótt nú hafi þau nóg að bíta og brenna. Hver kynslóð bregst við með sínum hætti og milli heimafólks og aðkomumanna kviknar smám saman vinátta og væntumþykja – en styrjöldin, lífsháskinn og umrótið í bænum marka djúp spor.

 

Fleira eftir sama höfund

Á eigin vegum

Lesa meira

Draugar vilja ekki dósagos

Lesa meira

Ängeln i trapphuset

Lesa meira

Angelas Vakaru rajone

Lesa meira

Spurgos ir karis

Lesa meira

Bjarna-Dísa

Lesa meira

Eitt tvö þrjú...

Lesa meira