Öskudagar
Lesa meira
Öskudagar
Samkvæmt kínverskri stjörnuspeki skipa árin sér niður á valin dýr, slöngu, apa, tígur, dreka og fleiri, í ár er ár svínsins. Samkvæmt íslenskri bókaútgáfuspeki skipa árin sér niður á valin bókmenntaform eða -greinar, eins og skáldsögu, glæpasögu, myndasögu, ævisögu og svo virðist sem árið í ár sé ár ljóðsins. Þegar hafa komið út nokkrar sterkar og fallegar (og skrýtnar og æstar) ljóðabækur, enn fleiri eru á leiðinni, væntanlega í öllum regnbogans litum.