Beint í efni

Ávextir

Ávextir
Höfundur
Margrét Lóa Jónsdóttir
Útgefandi
Óskráð
Staður
Reykjavík
Ár
1991
Flokkur
Ljóð

Teikningar eftir Jóhann L. Torfason

Úr Ávöxtum:

Appelsínur

Þær eru á borðinu í djúpri skál.
Þangað til þú birtist snerti ég ekki
á þeim því þær eru handa þér.
Stundum kemurðu hingað með fangið
fullt af fuglum. Það er fremur
óheppilegt því íbúðin okkar er lítil.
Loks bankarðu laust.
Appelsínur! Risastórar blóðappelsínur!
Hróparðu glaðlega.
Ég opna ekki. Tek fyrir eyrun og grúfi
mig ofan í ávaxtaskálina. Heyri þig
ganga brott og veit að þú kemur ekki
aftur, þó svo bergmáli í eyrum mínum:
Appelsínur, appelsínur ...

Fleira eftir sama höfund

Glerúlfar

Lesa meira

Hljómorð

Lesa meira

Tilvistarheppni

Lesa meira

Ljóð í Cold was that Beauty...

Lesa meira

Náttvirkið

Lesa meira

Biðröðin framundan

Lesa meira

Orðafar

Lesa meira

Háværasta röddin í höfði mínu

Lesa meira

Tímasetningar

Lesa meira