Freyja Dís sem vildi BARA dansa og dansa
Lesa meira
Freyja Dís, Knúsbókin og Skrímslakisi
Myndabækur ætlaðar yngstu lesendunum þurfa bæði að hafa áhugaverðan söguþráð og myndskreytingar sem grípa ekki bara augað heldur líka hugann. Samspil mynda og texta mynda heild sem er lesin saman og oft færa sögurnar lesendum boðskap. Þegar vel tekst til fær ímyndunarafl lesandans þannig að njóta sín út frá söguþræði og myndskreytingum á sama tíma og hann lærir sitthvað um lífið og tilveruna. Myndabækurnar Freyja Dís sem vildi BARA dansa og dansa, Knúsbókin og Skrímslakisi eru mjög ólíkar bækur þar sem vel tekst til bæði við að virkja ímyndunarafl lesandans og vekja áhuga hans.