Meðhöfundur: Ása Ólafsdóttir.
Um bókina:
Lesandinn er leiddur um í ríki náttúrunnar við ýmsar aðstæður. Hver er húsbóndi hænsnakofans og hvernig brást hann við þegar fálkinn réðst á hænsnahópinn? Hvernig þakkaði urtan á sjávarströnd Sigríði ljósmóður lífgjöfina? Allskonar sögur er bók fyrir alla aldurshópa, sem hafa gaman af ævintýrum og njóta þeirra í samvistum við landið, sögurnar og eigin ímyndunarafl.