Beint í efni

Annó

Annó
Höfundur
Kristian Guttesen
Útgefandi
Cymru
Staður
Reykjavík
Ár
1999
Flokkur
Ljóð

Úr bókinni

Nær kemur sólin

nær kemur sólin aldökka ævi
aldanna tíra að vísa mér leið
fimm og tuttugu talin ár
týndust í mínu hjarta
liðu hjá einsog lítil tár
ljóss og skugga milli falla

nær koma vonir og vetrarskjól
varir mjúkar til mín kalla
myrkvi míns hugar hefur sótt
hálfmánaskinið bjarta
mín ást er einsog nótt
sem aldrei getur sofið

nær mun tíminn tárin þerra
sem tengsl míns anda hafa rofið
fásinnið er stríður straumur
stormsins ævi svarta
mín ást er einsog draumur
sem aldrei fékk að rætast

 

Fleira eftir sama höfund

Vegurinn um Dimmuheiði

Lesa meira

Litbrigðamygla

Lesa meira

Mótmæli með þátttöku – bítsaga

Lesa meira

Skuggaljóð

Lesa meira

Afturgöngur

Lesa meira

Elífðir: úrval ljóða 1995-2015

Lesa meira

Hendur morðingjans

Lesa meira

Englablóð

Lesa meira