Úr bókinni
Jólabók Blekfjelagsins 2012
HALELÚJA
Það söng í höfðinu á mér þegar glerbrotunum
rigndi yfir mig. Hávaðinn hafði skekið allt húsið.
Helvítis. Ég hafði ætlað að komast inn óséður.
Ég hafði um nokkra hríð haft rökstuddan grun
um að sérlundaði bókasafnarinn á næstefstu
hæðinni hefði undir höndum varning, sem ég
hafði lengi leitað að og komið honum tryggilega
fyrir í læstri kompu í kjallara hússins. Maður frá
Securitas var mættur á svæðið innan nokkurra
mínútna. Skyndilega varð dauðaþögn. Ég sá
útlínur og allt varð svart. Grænt, blátt, gult.
Borgin leið hjá. Það snarkaði í talstöðinni. Ég
mölvaði öryggisglerið. Heyrði strengjaspil og
halelúja. Lá andvaka.
Hlustaði á lagið.
(160)