Bók í smákverasafni Birgittu, númer 1. Með myndum eftir höfund.
Úr Ástinni:
Dúnmjúk augu
Maðurinn með
dúnmjúku augun
og djúpbláa hjartað.
Hann skildi eðli þráa minna
með bifhárum ástarinnar.
Eftir að sjálfsmyrkur
hafði ríkt öll mín líf,
var hjartað hrímað
og nábleikt.
Augnaglóð hans,
bræddi hjartað
hægt og hljóðlega.
Nú er ég fossandi blá
og iðandi af þrá.
Bíðandi þess að
hafið hverfi
svo ég geti séð augun þín
bjarta eldflugan mín.