Beint í efni

Bankastræti núll

Bankastræti núll
Höfundur
Einar Már Guðmundsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2011
Flokkur
Skáldsögur

Hjörtun í Wooltonhéraði
Ég var mættur á staðinn í myrkri en ég sá enga ketti, enga gráa kettti, bara nokkra bíla sem lagt hafði verið í stæðin. Ég heyrði þytinn í trjánum og horfði upp í stjörnubjartan himininn. Einhvers staðar í grenndinni rann lítil á, Litlaá, út í stærri á, Stóruá. Ég heyrði niðinn en akrarnir sáust ekki eða hæðirnar sem líða yfir landslagið. Ég virti fyrir mér hlaðið múrsteinshús með kúluþaki, hús steina og stjarna, teiknað af Per Kirkeby. Í húsinu er steinasafn og í grenndinni er stjörnukíkir. Svo sannarlega var himininn stjörnum prýddur þetta kvöld. Húsin tilheyra lýðháskólanum, Skærum MØlle. Þegar forsvarsmenn skólans ákváðu að biðja Per Kikeby að teikna steinshúsið þá sögðu hinir vantrúðuð í grenndinni að hann væri nú ekki hver sem er en forstöðukonan Gudrun Aspel svaraði: Við erum það ekki heldur. Bíl var lagt. Ég hélt áfram að hlusta á þytinn í trjánum og virða fyrir mér stjörnurnar og húsið með kúluþakinu en heyrði í manninum þegar hann steig út úr bílnum, stór og mikill. Hann ávarpaði mig á máli innfæddra en ég heyrði hreiminn, enskan hreiminn, þegar hann spurði hvort það væri ekki hérna sem Íslendingurinn ætti að tala. Jú, sagði ég, ég væri Íslendingurinn og mættur hingað til að tala. Við sjáumst, sagði hann og gekk inn í bygginguna.

(s. 101-102)

Fleira eftir sama höfund

Fotspor på himmelen, Drömmer på jord, Navnlöse veier

Lesa meira

Orme nel cielo

Lesa meira

Et vous, vous continuez à écrire, non?

Lesa meira

Les voies du Seigneur

Lesa meira

Et vous, vous continuez à écrire, non ?

Lesa meira

Englar alheimsins á kóreönsku

Lesa meira

Hvíta bókin

Lesa meira

Navnløse veje

Lesa meira

Silarsuup Inngilii

Lesa meira