Beint í efni

Birtubrigði daganna : lausablöð

Birtubrigði daganna : lausablöð
Höfundur
Hannes Pétursson
Útgefandi
Katlagil
Staður
Reykjavík
Ár
2002
Flokkur
Annað

Úr Birtubrigðum daganna:

Smásagnir

Útlenda orðið anekdóta hefur í eyrum flestra sömu merkingu og skrýtla. Að réttu lagi er merkingarsvið þess þó mun rýmra, en hefur skroppið saman víðast hvar. Í nálægum löndum kváðu vera reknar stofur þar sem framleiddar eru skrýtlur handa blöðum, tímaritum, skemmtiþáttum í útvarpi og sjónvarpi og öðru á markaðnum sem þiggja vill, oft gefnar út í alldigrum bókum, og þykir það góður fjáraflavegur. Vinsælt er að leggja slíka fyndni í munn nafnkenndum persónum, þó þannig að þær hefðu, samkvæmt hugmyndum almennings, getað sagt það sem skrýtlusmiðirinir bjuggu til.
Þessi atvinnugrein er síður en svo átöluverð frekar en skopteikningar. Þær eru samt í höndum hugmyndaríkra teiknara á hærra plani, eins og sagt er, jafnvel sígild dæmi um mannlegt eðli og atferli, spaugilegar röntgenmyndir þess. Ég nefni til að mynda Adamson gamla.
Anekdóta í hinni rýmri merkingu orðsins er hins vegar gullvægt ritform, sé kunnáttusamlega á því haldið: stutt, hnitmiðuð frásögn, oft fyndin, um afmarkað efni, gædd markvísri skírskotun. Þetta form hefur aldrei náð fram að ganga í íslenzkum bókmenntum að neinu ráði, enda þótt Jónas Hallgrímsson (fyrstur íslenzkra skálda?) hafi beitt því af íþrótt sem hefði átt að duga til eftirbreytni. Ég á við Klauflaxinn og Að tyggja upp á dönsku. Af erlendum meisturum formsins á seinni tímum kemur manni undireins í hug Heinrich von Kleist.
Ávinningur væri af því, ef anekdótur sem bókmenntaform næðu rótfestu hérlendis.

(s. 53-54)

Fleira eftir sama höfund

Innlönd

Lesa meira

Eldhylur

Lesa meira

Ljóð í Cold was that Beauty...

Lesa meira

Ljóð í Wortlaut Island

Lesa meira

Ljóð í Treasures of Icelandic Verse

Lesa meira

Skemmtiskokk: úr Og dagar líða

Lesa meira

Á faraldsfæti: dagbókarblöð

Lesa meira

Jarðlag í tímanum

Lesa meira

Lirica scandinava del dopoguerra

Lesa meira