Beint í efni

Á faraldsfæti: dagbókarblöð

Á faraldsfæti: dagbókarblöð
Höfundur
Hannes Pétursson
Útgefandi
Setberg
Staður
Reykjavík
Ár
1967
Flokkur
Ferðasögur

Teikningar í bókinni eru eftir Gísla B. Björnsson og Peter Schürmann.

Úr Á faraldsfæti:

1. júlí

Út um tvö leytið. Drakk kaffi á Frascati við Ráðhústorg. Það rigndi dálítið og gott að sitja í vari undir seglinu, horfa á umferðina og rauð húsin sem ljá torginu léttan svip. Byggingarnar hér við Kóngsins Nýjatorg eru mun ,,þungstígari. Klukkuslögin úr turni ráðhússins komu svífandi niður í umferðina. Á gangstéttunum voru menn af öllum kynþáttum - nema indíánar. Fyrstu neon-ljósin kviknuðu inni á Strikinu, þó enn væri albjart af degi. Dannebrógar blöktu víða á húsþökum. Lét Vinar-tónlist innan úr kaffihúsini, og nokkrir Íslendingar sem ég kannaðist við, gengu hjá, en ég kærði mig ekki um að veifa til þeirra. Fuglar, ekki stærri en barnshnefar,  trítluðu um kaffistéttina, undir borðunum og á milli þeirra, svo spakir að ég mátti gæta þess að stíga ekki ofan á þá óvart og kremja þá.

(10-11)

Fleira eftir sama höfund

Innlönd

Lesa meira

Eldhylur

Lesa meira

Ljóð í Cold was that Beauty...

Lesa meira

Birtubrigði daganna : lausablöð

Lesa meira

Ljóð í Wortlaut Island

Lesa meira

Ljóð í Treasures of Icelandic Verse

Lesa meira

Skemmtiskokk: úr Og dagar líða

Lesa meira

Jarðlag í tímanum

Lesa meira

Lirica scandinava del dopoguerra

Lesa meira