Beint í efni

Bjartir frostdagar: ljóð

Bjartir frostdagar: ljóð
Höfundur
Rauni Magga Lukkari
Útgefandi
Ljóðbylgja
Staður
Reykjavík
Ár
2001
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Ljóðabókin Árbeeadni eftir Rauni Magga Lukkari. Einar Bragi þýddi úr samísku.

Úr Björtum frostdögum

Þær gengu hlið við hlið
móðir og dóttir
í mótvindi sem sveigði viðjurnar
þyrlaði upp snjónum og pilsföldunum
Bruninn nísti bringuna
Sumar og þrestir fjarri huga manns
Skyndilega köstuðu báðar sér flatar
og ólu hrínandi meybarn
hlóðu að þeim snjó
til að halda á þeim hita
Sjálfar lögðust þær hjá þeim
og sungu sumarljóð
Þegar lokið var fyrsta versi
bar ömmu að með vindinum
lagðist milli hvítvoðunganna
og tók undir sönginn

Fleira eftir sama höfund