Beint í efni

Blóðrauður sjór

Blóðrauður sjór
Höfundur
Lilja Sigurðardóttir
Útgefandi
JPV útgáfa
Staður
Reykjavík
Ár
2020
Flokkur
Skáldsögur

Þegar athafnamaðurinn Flosi kemur heim í kvöldmat er allt á rúi og stúi en Guðrún kona hans horfin. Á eldhúsborðinu bíður bréf um að henni hafi verið rænt og ef Flosi greiði ekki himinhátt lausnargjald verði hún drepin. Hann má ekki leita til lögreglunnar en eftir krókaleiðum kemst hann í samband við Áróru, sem vinnur við að finna falið fé, og Daníel rannsóknarlögreglumann. Án þess að nokkuð spyrjist út reyna þau í sameiningu að átta sig á hvað hefur gerst. Getur verið að ránið á Guðrúnu tengist alþjóðlegri glæpastarfsemi og peningaþvætti – eða er skýringin ef til vill mun nærtækari?

Blóðrauður sjór er sjálfstætt framhald sögunnar Helköld sól þar sem Áróra og Daníel voru líka í aðalhlutverki.

Fleira eftir sama höfund

náhvít jörð

Náhvít jörð

Á hvítum vetrarmorgni finnst yfirgefinn flutningagámur í Rauðhólum við Reykjavík. Þegar hann er opnaður blasir hryllingurinn við: fimm lífvana konur
Lesa meira

Fælden

Lesa meira

Fyrirgefning

Lesa meira

La cage

Lesa meira