Myndir eftir Bjargeyju Ólafsdóttur
Úr Brúður
glaumur
ég ætla að gifta mig
innan
um ísbirnina
berfætt í gulu
krapinu
einn til austurs
með hnjóska í feldi
annar til norðurs að teyga
nóttina úr glerflösku
kjóllinn
perlusaumaður í
brjóstið þar sem
ég er viðkvæmust
farið með þulu
svo ég kinki kolli
húnn að leik fyrir aftan
bálhvít
í myrkrinu
við þrjú og húnninn