Beint í efni

Dauðinn

Dauðinn
Höfundur
Birgitta Jónsdóttir
Útgefandi
Beyond Borders
Staður
Reykjavík
Ár
2005
Flokkur
Ljóð

Bók í smákverasafni Birgittu, númer 2. Með myndum eftir höfund.

Úr Dauðanum:

Samruni

Er ég horfi með
fráum augum hrafnsins
yfir þetta þunga haf
sem skilur mig frá
löngunum mínum.
Þá sé ég rúnir ristar
í vindsorfna
kletta örlaga minna.

Allt rennur í gegnum mig
sem ég væri ofin úr þoku.
Enginn sársauki
læsist í gegnum mig
með örvaroddum
sjálfspíslarinnar.
Enginn öfgaþrungin
tilfinning berst
um blóðstaum minn.

Og ég er svo kyrr
að jafnvel andardráttur minn
hreyfir ekki við andartakinu.

Fleira eftir sama höfund

Ljóðið Tsunami poem without a name

Lesa meira

Nokkur ljóð í vefritinu Fables

Lesa meira

Ljóð á ensku í vefritinu Niederngasse

Lesa meira

Ljóð á ensku í vefritinu Blackmail Press

Lesa meira

Ljóð í vefritinu mini-MAG

Lesa meira

Ljóð í vefritinu lloyd.com

Lesa meira

Ljóð á ensku í Mindfire

Lesa meira

Nokkur ljóð á ensku

Lesa meira

Heimurinn

Lesa meira