Bók í smákverasafni Birgittu, númer 2. Með myndum eftir höfund.
Úr Dauðanum:
Samruni
Er ég horfi með
fráum augum hrafnsins
yfir þetta þunga haf
sem skilur mig frá
löngunum mínum.
Þá sé ég rúnir ristar
í vindsorfna
kletta örlaga minna.
Allt rennur í gegnum mig
sem ég væri ofin úr þoku.
Enginn sársauki
læsist í gegnum mig
með örvaroddum
sjálfspíslarinnar.
Enginn öfgaþrungin
tilfinning berst
um blóðstaum minn.
Og ég er svo kyrr
að jafnvel andardráttur minn
hreyfir ekki við andartakinu.