Beint í efni

Ég man ekki eitthvað um skýin

Ég man ekki eitthvað um skýin
Höfundur
Sjón
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1991
Flokkur
Ljóð


Úr Ég man ekki eitthvað um skýin:

(ferja)

himinninn vekur mig
með höggi
milli augnanna

*

himinninn vekur mig
enginn máni
engar stjörnur vísa mér veginn
hálfopnar dyrnar
nálgast mig

*

himinninn vekur mig
á ferjunni
hún snýr í hafnarmynninu
skugginn af höfði mínu
fer um salinn
andlit af andliti
uns stefnan er tekin suður
að hann staðnæmist á manninum
andspænis mér
og við siglum aftur á bak
til borgarinnar
frá borginni

*

himinninn vakti mig
um kvöld á þilfarinu
fjöllin voru gegnsæ og hafið slétt
ekki eins og núna

(og farþegi)

(s. 11-12)

Fleira eftir sama höfund

Háfurinn

Lesa meira

Drengurinn með röntgenaugun

Lesa meira

Tóm ást

Lesa meira

Horisont: Ett folk som bor i eld.

Lesa meira

Stálnótt

Lesa meira

Vi kommer att svara i Eran telefon - Við munum svara í síma yðar

Lesa meira

Madonna

Lesa meira

Ochii tai m-au vazut

Lesa meira

Sur la paupière de mon père

Lesa meira