Beint í efni

Stálnótt

Stálnótt
Höfundur
Sjón
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1987
Flokkur
Skáldsögur

Úr Stálnótt:
Svart ónáttúrulegt form rís úr öldurótinu. Sterkir ljósglampar kljúfa rautt hafið. Með ógurlegum hvin slítur bifreiðin sig frá útsoginu. Eykur ferðina og staðnæmist með hnykk. Það rignir.
 Vélarhljóðið þagnar, ljósin slokkna, ratsjáin hættir að snúast. Regnið fellur strítt, hamrar lakkið með bældu hljóði, streymir af þakinu niður rúður og hurðir, flæðir í óreglulegum taumum af vélarhlíf og farangursgeymslu niður bretti, stuðara og hjólbarða, losar þang og snigla af ratsjárdisk, loftneti og hurðarhúnum, hreinsar sand og þara af rist og hjólkoppum. Í slétt krómið er lögð sexarma stjarna úr kopar, dregin í einni línu gegnum draumsóley og hverfist um sjálfa sig. Krossfiskur rennur af vinstra framljósi og bifreiðin er hrein. Það dimmir.
 Hurðin bílstjóramegin smellur frá stöfum, blá birta kviknar í farþegarýminu. Volgt loft þrýstist út og súrefni sogast inn um rifuna. Johnny Triumph er ósýnilegur skuggi sem drúpir höfði og er hugsi nokkur andartök. Hann ýtir hurðinni upp, opnar dyrnar til hálfs og stígur út.
 Í fyrstu virðist hann tilheyra liðnum tíma en hann er of samsettur. Langur og grannur, dökkhærður, snöggklipptur, með dáralokk í spíss niður á mitt enni og brún sólgleraugu í gylltri sporöskjulaga umgjörð, klæddur svörtum jakkafötum og þvældri blúnduskyrtu, tvöföld reim liggur niður skyrtubrjóstið og er haldið saman um hálsmálið með silfurlitri hauskúpu, voldug beltissylgjan nær þvert yfir mjaðmirnar og skórnir úr leðri, sígildir og támjóir, allt svo Johnny sýnist fastari fyrir en hann er og kyrr á hreyfingu.
 Hann lætur rigna á sig góða stund, nær í viðeigandi númeraplötur í hanskahólfið og festir á stuðarana: K 666. Horfir á hjólförin eyðast í öldurótinu. Það flæðir að.
 Johnny sest undir stýrir, skellir aftur hurðinni, rennir augum eftir landinu, í vestur, í átt til borgarinnar.

(s. 30-32)

Fleira eftir sama höfund

Háfurinn

Lesa meira

Drengurinn með röntgenaugun

Lesa meira

Tóm ást

Lesa meira

Horisont: Ett folk som bor i eld.

Lesa meira

Ég man ekki eitthvað um skýin

Lesa meira

Vi kommer att svara i Eran telefon - Við munum svara í síma yðar

Lesa meira

Madonna

Lesa meira

Ochii tai m-au vazut

Lesa meira

Sur la paupière de mon père

Lesa meira