Karen Blixen: Ehrengard
Úr Ehrengard:
Hún var aldrei fljót að hugsa, það myndi taka hana tvær, þrjár mínútur að gera sér ljóst, hvernig komið var fyrir henni. Að svo búnu myndi hún hafa tileinkað sér þrjár staðreyndir. Í fyrsta lagi, að hún var fögur. Í öðru lagi, að hún var nakin - og þegar í þriðja kapítula fyrstu Mósebókar hermir frá því, hve sú uppgötvun er háskaleg. Í þriðja lagi, að með fegurð sinni og nekt hafði hún gengið Venusfjalli á hönd. Og honum líka.
Myndin á striganum bæri silfurlit skírlífis í augum áhorfenda. En mærin við hlið hans myndi smámsaman eldroðna. Frá hvirfli til ylja undir sjali, silkikjól, útsaumuðu nærskjóli og fíngerðu líni, myndi hún roðna djúpum, yndislegum purpuraroða, dulræðum rose persane, sem ekkert fjallavatn gæti framar þvegið burt. Roðna þeirri alpaglóð, sem er undanfari nætur. (s. 64-65)