Beint í efni

Eitt kvöld í júní

Eitt kvöld í júní
Höfundur
Einar Bragi
Útgefandi
Nokkrir íslenskir Stokkhólmsstúdentar
Staður
Akureyri
Ár
1950
Flokkur
Ljóð

Úr Eitt kvöld í júní:

Fjörustemning

Ég geng um gróinn sjávarbakkann
kyrrlátt kvöld í júlí
þeyr gárar sólroðinn sjó
fjarðaraldan minnist
við málvini sína
gráa steina
gljáa
af grút

gamall bátur hvolfir
með göt á báðum síðum
þó heyri ég í þögninni
að ölduniður ómar
frá ómálaðri súð

en skjöldótt kusa
skilur ekki
skipsins harmakvein
hún stendur upp við stefnið
og starir út í loftið
og klórar sér svo kyrfilega
á kvöldin undir háttinn

og þarna er lítil hlein
með þörungum brúnum og rauðum
hrúðurkörlum kræklingi
krossfiskum og bobbum

áfeng þaraangan

hjartanu vekur
hljóðan fögnuð
og helga lotning
æðukolla með unga
þorir samt ekki
að sitja kyrr
steypir sér fram
af flúðinni

og litlu börnin
sem brutu skurnið
bjartan dag í vor
fylgja knálega
í kjölfar hennar
skjótast undir skorpuna
og skutlast hreykin upp úr
sástu mamma sástu
sástu hvað við gátum

Fleira eftir sama höfund

Viðtal við Hannes Sigfússon

Lesa meira

Viðtal við Jóhannes úr Kötlum

Lesa meira

Hrakfallabálkurinn : viðtöl við Plum kaupmann í Ólafsvík

Lesa meira

Hreintjarnir

Lesa meira

Við ísabrot

Lesa meira

Ljóð í Antología de la poesía nórdica

Lesa meira

Ljóð í Wortlaut Island

Lesa meira

Ljóð í ICE-FLOE, International Poetry of the Far North

Lesa meira

Ljóð í Cold was that Beauty...

Lesa meira