Beint í efni

Fíasól er flottust

Fíasól er flottust
Höfundur
Kristín Helga Gunnarsdóttir
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2008
Flokkur
Barnabækur

Halldór Baldursson myndskreytti.

Af bókarkápu:

Fíasól er níu ára gamall hugmyndaflugmaður og flækjuhaus sem býr í Grænalundi í Grasabæ. Hér fáum við af henni splunkunýjar fréttir. Hún lendir til dæmis í lygilegu sjóræningjarugli, heldur upp á tækjalausa daginn og fer í endalausa útileigu.


Úr Fíasól er flottust:

Fíasól og skræfan

Fíasól var rennandi blaut þegar hún kom inn úr dyrunum og kastaði skólatöskunni eftir endilöngu eldhúsinu.

Mér leiðist þessi rigning! galaði hún. Ég vil fá snjó. Núna strax!

Mamma leit upp frá tölvunni og brosti.

Það væri nú huggulegt ef maður gæti bara pantað veður, Fíasól. Þá myndi ég panta sól og hita og þú myndir panta snjó. Pabbi myndi panta rigningu af því að það er svo gott fyrir gróðurinn og einhver myndi kannski panta rok og svo kæmi þetta allt í einu.

Hver myndi panta rok? spurði Fíasól ólundarlega. Vill einhver hafa rok?

Já, til dæmis einhver sem væri að þurrka eitthvað úti, eins og þvott eða hey eða bara eitthvað.

Þú ert að bulla, sagði Fíasól þreytulega. Annars má bara rigna, snjóa og vera brjálað rok fyrir mér því ég verð að vera inni og gera verkefni um þjóðsögur.

En spennandi, sagði mamma, stóð upp og sótti sér kaffi í bolla. Ég get hjálpað þér að gera það.

Bíddu, mamma, ég á að gera verkefnið. Kennarinn hefur engan áhuga því hvað þú veist um þjóðsögur.

Nei, auðvitað ekki, sagði mamma afsakandi, en ég get hjálpað.

Neibbs, ég geri þetta bara sjálf. Ég þarf bara að ákveða hvort ég vil skrifa um drauga, huldufólk, tröll, galdramenn eða skrímsli.

(60-1)

Fleira eftir sama höfund

Fíasól í fínum málum

Lesa meira

Elsku besta Binna mín

Lesa meira

Elsku besta Binna mín

Lesa meira

Lekkasje

Lesa meira

Bíttu á jaxlinn Binna mín

Lesa meira

Bíttu á jaxlinn Binna mín

Lesa meira

Ríólítreglan

Lesa meira

Fíasól í fínum málum

Lesa meira

Kjallari og fyrsta hæð - hætta á hruni: bóklestur barna - alvara málsins

Lesa meira