Uppfærslur:
Pé- leikhópurinn 1993
Ungmennafélagið Ármann, Kirkjubæjarklaustri 1996
Klakksvíkur Sjónleikarfélag, Færeyjum 1997
Leikfélag Seyðisfjarðar 1998
Leikfélag Laxdæla, Búðardal 2001
Bristol Old Vic Theatre School, Bristol, Englandi 2001 ____________________________________________________
Úr Fiskar á þurru landi (1993):
Ólíkindagamanleikur
„Ég geri allt. Kaupi inn. Elda matinn. Vaska upp. Sópa gólfin, skúra stigana, skrúbba þröskuldana, þvæ gluggana, ryksuga, bóna, þvæ og strauja. Sé um bókhaldið. Rukka kostgangarana. Tek fyrir næturgreiðann. Ég er ekki til annars nýtur. Kann ekkert. Get ekkert. Svo er líka voða mikið að gera hjá mér við að endurnýja öll happdrættin, kaupa lottóseðlana. Halda utanum það alltsaman. það er líka ég sem horfi á sjónvarpið. Einhver verður að horfa á það. það verður að horfa á sjónvarpið. Svo það svari kostnaði.“
„Hún er bara búin að spá hundrað sinnum fyrir öllum í plássinu. Allir orðnir dauðleiðir á að sjá inní framtíðina.“
„Konur vita svona lagað, Guðmundur. Og ég er kona. Nærðu því? Veistu hvað það er? Nei. þú veist það ekki. Maður veit sko ekkert hvað það er að vera kona fyrr en maður er orðin kona.“