Beint í efni

Fjöður Hauksins hugprúða og fleiri rússnesk ævintýri

Fjöður Hauksins hugprúða og fleiri rússnesk ævintýri
Höfundur
Óþekktur
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1986
Flokkur
Íslenskar þýðingar

Um þýðinguna

Perysjko Finista : russkije volsjebnyje skazki í íslenskri þýðingu Ingibjargar.

Myndir eftir Ivan Jakovljevic Bilibin.

Úr Fjöður Hauksins hugprúða

- Synir góðir! Nú er tími til kominn að þið kvongist. Taki nú hver ykkar sér boga og ör í hönd, gangi út á grænan völl, spenni bogann og skjóti hver í sína átt. Þar sem örvarnar koma niður skuluð þið leita ykkur að konum.
Ör elsta bróðurins kom niður í garði aðalsmanns. Dóttir aðalsmannsins lyfti örinni upp af jörðinni og rétti prinsinum. Ör miðbróðurins kom niður í kaupmannsgarði. Dóttir kaupmannsins lyfti örinni upp af jörðinni og rétti prinsinum. Yngsti bróðirinn skaut ör langt út í buskann og vissi enginn hvert hún flaug.

Gekk hann nú lengi uns hann kom í blauta mýri og sá hvar froskur sat á þúfu og hélt á örinni hans.

Ívan prins sneri aftur heim til föður síns og mælti:

- Hvað er nú til ráða? Ekki get ég kvænst froskinum! Ég þarf að búa með honum alla ævi, en hann er mér ekki samboðinn.

- Taktu froskinn! sagði kóngur. - Örlögin ráða.

Nú kvonguðust prinsarnir. Elsti bróðirinn gekk að eiga dóttur aðalsmannsins, miðbróðirinn kaupmannsdótturina, og Ívan prins átti froskinn. Leið svo fram um stund, uns þar kom að kóngur kallaði þá fyrir sig og mælti:

- Nú vil ég ganga úr skugga um hver tengdadætra minna er best matselja. Látið nú konur ykkar baka handa mér mjúkt hveitibrauð fyrir morgundaginn.

Ívan prins sneri heim til sín dapur í bragði og niðurlútur.

- Kva, kva, Ívan prins! Hví ert þú svo hnugginn? spurði froskurinn.

- Hefur faðir þinn ávítað þig?

- Hvernig á ég að vera öðruvísi en hnugginn? Kóngur faðir minn skipar þér að baka handa sér mjúkt brauð fyrir morgundaginn.

- Láttu ekki hugfallast prins, láttu ekki hugfallast! Farðu nú að sofa í friði og spekt. Á morgun leggst þér eitthvað til.

Froskurinn vísaði prinsinum til sængur, varpaði síðan af sér froskhamnum og breyttist í fagra mey, Vassilísu vitru. Hún gekk fram í gættina, klappaði saman lófunum og kallaði hárri röddu:

- Fóstrur mínar og meyjar allar! Komið nú og látið hendur standa fram úr ermum! Bakið handa mér mjúkt hveitibrauð, eins og þau sem ég borðaði á tyllidögum í föðurgarði!

(s. 39-40)

Fleira eftir sama höfund

Popol vúh: trúarrit Kítse-indíána af kynstofni Maya

Lesa meira

Ígorskviða: rússneskt hetjukvæði og íslenskar fornbókmenntir

Lesa meira

Lazarus frá Tormes

Lesa meira