Um bókina
Þriðja ljóðabók Evu Rúnar Snorradóttur sem fjallar meðal annars um nærfatakaup í sólarlandaferðum og far til að sýna þeim heima.
Úr bókinni
Í miðju herberginu, sófinn – hann minnir á leikfang í Barbie-húsi frá níunda áratugnum. Skræpóttur og doppóttur í senn, hrópandi allan viðbjóðinn sem hefur átt sér stað í herberginu. Fyrir ofan, í plastramma; eftirprentun af Renoir, siðaðar dömur sitja og drekka vín með betri borgurum í huggulegri bátsferð.
(s.34)