Um bókina
Unglingsstúlka í Neðra-Breiðholti fótar sig í lífinu og reynir að ná höndum yfir innri hyldýpi.
Þetta er önnur ljóðabók Evu Rúnar Snorradóttur
Úr bókinni
Þegar Kringlan opnaði, fór ég á opnunarhátíðina með mömmu og pabba. Það sem vakti mesta undrun hjá mér var að það mátti vera á skónum inni í þessu merkilega fyrirbæri. Mamma var búin að segja mér oft frá því að bráðum væri hægt að fara í fullt af búðum inni, búðirnar væru allar innandyra. Spennandi tilhugsun að versla á sokkunum. Á opnunarhátíðinni komst ég svo að því að það var ætlast til þess að fólk væri á skónum inni. Samhengislaus að vanda, þessi veröld fullorðinna. Allar vinkonur mínar fengu að senda boðskort í fermingarveisluna sína en mamma hafði alveg út í bláinn ákveðið að ég ætti að hringja persónulega í alla gesti. Hryllilegt og óskiljanlegt.
(s. 41)