Beint í efni

Frostfiðrildin

Frostfiðrildin
Höfundur
Linda Vilhjálmsdóttir
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2006
Flokkur
Ljóð

Úr Frostfiðrildum:

nú veit ég það loksins
elskan mín

veit að hamingjan
er eins og æðardúnn

sem svífur
í loftinu á milli okkar

það er langt síðan
ég hef horft á þig sofa

langt síðan ég hef hlustað
í andakt á háværar hroturnar

langt síðan ég hef leitað að vissu
í óræðum svipbrigðum sofandi manns

langt síðan ég hef fundið ylinn frá þér
leggjast eins og lopa við húðina á mér

langt síðan ég hef haldið óhreina andanum
niðrí mér til að trufla ekki draumana þína

Fleira eftir sama höfund

Alle schönen Worte

Lesa meira
humm

humm

ég smeygi mér / inn í ryðrauðan ljósgeislann
Lesa meira

Klakabörnin

Lesa meira

Nulla mors sine causa

Lesa meira

Ljóð í Ich hörte die Farbe blau - Poesi aus Island

Lesa meira

Ljóð í Treasures of Icelandic Verse

Lesa meira

Hótel Hekla

Lesa meira

Ljóð í Wortlaut Island

Lesa meira

Kyrralífsmyndir

Lesa meira