Beint í efni

Frostfiðrildin

Frostfiðrildin
Höfundur
Linda Vilhjálmsdóttir
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
2006
Flokkur
Ljóð

Úr Frostfiðrildum:

nú veit ég það loksins
elskan mín

veit að hamingjan
er eins og æðardúnn

sem svífur
í loftinu á milli okkar

það er langt síðan
ég hef horft á þig sofa

langt síðan ég hef hlustað
í andakt á háværar hroturnar

langt síðan ég hef leitað að vissu
í óræðum svipbrigðum sofandi manns

langt síðan ég hef fundið ylinn frá þér
leggjast eins og lopa við húðina á mér

langt síðan ég hef haldið óhreina andanum
niðrí mér til að trufla ekki draumana þína

Fleira eftir sama höfund

Fellibylurinn Gloría

Lesa meira

Hótel Hekla

Lesa meira

Lygasaga

Lesa meira

Ljóð í Treasures of Icelandic Verse

Lesa meira

Bláþráður

Lesa meira

Ljóð í Wortlaut Island

Lesa meira

Ljóð í Cold was that Beauty: Icelandic Nature Poetry

Lesa meira

Alle schönen Worte

Lesa meira

Kyrralífsmyndir

Lesa meira