Beint í efni

Funi og Alda falda

Funi og Alda falda
Höfundur
Hilmar Örn Óskarsson
Útgefandi
Bókabeitan
Staður
Reykjavík
Ár
2014
Flokkur
Barnabækur

Um bókina

Funi veit ekkert skemmtilegra en að vera inni. Skemmtilegast af öllu finnst honum þó að vera inni OG í tölvunni. Mamma er ekki sammála og heimtar að hann fari út að leika og svoleiðis lagað getur gert Funa alveg ferlega fúlan. 

Einn góðan veðurdag þegar hann hangir úti, í einni af ferlegu fýlunum, hittir hann dularfulla stelpu sem fer með hann í stórkostlegt ferðalag.

Funi og Alda falda er sniðin að þörfum nýrra lesenda og kjörin fyrir þá sem eru að æfa sig í lestri.

Úr bókinni

Að innan var Elvis allt öðruvísi en Funi hafði gert ráð fyrir.

En við hverju á maður svo sem að búast þegar maður fer inn í kofa með lappir sem bláhærð stelpa kallar kafbát?

Þarna voru takkar og rofar af ýmsum gerðum.

Stórum og þykkum möppum með landakortum hafði verið staflað saman svo hægt væri að sitja á þeim og á miðju gólfinu stóð dökkgræn kista með furðulegum skreytingum.

Alda ýtti á hnapp og dyrnar lokuðust.

Síðan ýtti hún á annan hnapp og Elvis skokkaði niður eftir fjörunni.

(s. 35)

Fleira eftir sama höfund

Holupotvoríur alls staðar!

Lesa meira

"Brúður"

Lesa meira

Kamilla Vindmylla og leiðinn úr Esjunni

Lesa meira

Kamilla Vindmylla og unglingarnir í iðunni

Lesa meira

Kamilla Vindmylla og bullorðna fólkið

Lesa meira

"Einu sinni"

Lesa meira

"Uppvakningar"

Lesa meira

Kamilla Vindmylla og svikamyllurnar

Lesa meira

Húsið í september

Lesa meira