Beint í efni

Húsið í september

Húsið í september
Höfundur
Hilmar Örn Óskarsson
Útgefandi
Bókabeitan
Staður
Reykjavík
Ár
2019
Flokkur
Ungmennabækur

Um bókina

Bærinn Gálgi stendur á afskekktri eyju og Áróra þráir ekkert heitar en komast burt þaðan. Hún forðast bæinn og allir í bænum forðast hana, allir nema Nói, hennar eini vinur.

En þótt Áróra vilji burt af eyjunni virðist eyjan ekki tilbúin að sleppa henni lausri. Undarleg kona ógnar Áróru sem á ekki annarra kosta völ en að fylgja henni. Húsið í september kallar og þar er Áróru beðið af mikilli eftirvæntingu.

Úr bókinni

Salóme vogaði sér ekki lengra. Þótt bærinn hefði fölnað í minningu hennar gat hún ekki vitað hversu vel bærinn myndi eftir henni. Þess í stað kom hún sér fyrir á lítilli hæð og beið eftir að strákurinn og stelpan yfirgæfu bæinn aftur. Stuttu seinna heyrði hún háværan hóp af strákum nálgast. Hún kom sér fyrir á bak við stein svo hún sæist örugglega ekki.
   Tíu mínútum eftir að strákarnir fóru inn í bæinn kom stelpan út úr honum. Ljóshærði strákurinn var ekki lengur með henni en hundurinn elti. Hún var á hraðferð og Salóme þurfti að flýta sér til að missa ekki af henni. Hún hljóp meðfam veginum og skaust reglulega bak við klett eða tré þegar stelpan leit aftur fyrir sig. Stelpan leit oft aftur fyrir sig. Trjám og klettum fækkaði eftir því sem fjær dró bænum svo Salóme þurfti að færa sig sífellt lengra frá veginum. Þegar þær nálguðust viðarklætt, tveggja hæða hús hægði Salóme á sér og svipaðist um eftir einhverju sem hún gæti notað sem fylgsni. Umhverfið var berangurslegt en loks kom hún auga á hátt, dökkt og lauflaust tré sem stóð þrjátíu metrum fyrir aftan húsið. Salóme beið þar til stelpan var farin inn og skaust þá að trénu. Það voru enn nokkrir klukkutímar til kvölds en samt farið að rökkva. Dagarnir voru stuttir á þessum árstíma. Rökkrinu fylgdi kaldur vindur og nokkur snjókorn líkt og veðrið væri að láta vita af því að það gæti ræst hríð hvenær sem því sýndist.
   Salóma gerði sig aftur eins smáa og hún gat. Hún vafði handleggjunum utan um hnén og þrýsti þeim fast upp að bringunni. Þegar myrkrið kæmi gæti hún hreyft sig til að koma blóðinu á hreyfingu aftur en núna þurfti hún að halda kyrru fyrir. Það mátti enginn sjá til hennar.

(s. 27-28)

 

Fleira eftir sama höfund

Holupotvoríur alls staðar!

Lesa meira

"Brúður"

Lesa meira

Kamilla Vindmylla og leiðinn úr Esjunni

Lesa meira

Kamilla Vindmylla og unglingarnir í iðunni

Lesa meira

Kamilla Vindmylla og bullorðna fólkið

Lesa meira

"Einu sinni"

Lesa meira

"Uppvakningar"

Lesa meira

Funi og Alda falda

Lesa meira

Kamilla Vindmylla og svikamyllurnar

Lesa meira