Beint í efni

Guðmundur Thorsteinsson: Muggur, ævi hans og list

Guðmundur Thorsteinsson: Muggur, ævi hans og list
Höfundur
Björn Th. Björnsson
Útgefandi
Listasafn ASÍ
Staður
Reykjavík
Ár
1960
Flokkur
Fræðibækur


Af bókarkápu
:

Á öðrum áratug þessarar aldar var enn vor í íslenskri myndlist og mitt í gróandanum átti Guðmundur Thorsteinsson sinn stutta starfsdag.

Guðmundur - eða Muggur eins og hann var kallaður - bjó við gott atlæti í æsku og lengst fram eftir ævi. Faðir hans, Pétur J. Thorsteinsson, var umsvifamikill athafnamaður á Bíldudal og víðar. Efni voru því næg í foreldrahúsum og ekkert til sparað að listamaðurinn ungi gæti gefið sig óskiptur list sinni. Því sárar svíða þau örlög er honum voru búin.

Ævi muggs og ferill allur er í hugum margra umvafinn ljóma ævintýrisins. Hann var listamaðurinn, bóheminn, sem fór sínar eigin leiðir, frjáls og óhindraður; hugurinn opinn, sálin einlæg, viðkvæm og hlý.

Myndir Muggs eru um margt eins og blóm sem spruttu upp í götu hans fremur en ávöxtur vísvitaðs starfs. Þær eru margar yndislegar, spegill mikillar kýmni eða angurtrega, og yfir þeim er ferskur blær vorsins í íslenskri myndlist.

Bók þessa hefur Björn Th. Björnsson skráð, og dregið upp eftir margvíslegum heimildabrotum glögga mynd af sérstæðum listamanni með göfugt hjarta.

Fleira eftir sama höfund

Thorvaldsen við Kóngsins nýjatorg

Lesa meira

Høstskib

Lesa meira

Hraunfólkið

Lesa meira

Hlaðhamar

Lesa meira

Falsarinn

Lesa meira

Falskmøntneren

Lesa meira

Aldaslóð

Lesa meira

Aldateikn

Lesa meira