Beint í efni

Solka

Solka
Höfundur
Björn Th. Björnsson
Útgefandi
Mál og menning
Staður
Reykjavík
Ár
1997
Flokkur
Skáldsögur

Úr Solku:

Heldrimenn hafa aldrei lagt leið sína í afdalakot á Íslandi nema í illum erindum. Það sannaðist líka þegar fyrsta og eina höfingjareiðin nálgaðist upp kjarrstíginn í Dalkot þetta sumar; sveittir og blásandi hestar og tveir öldrukknir á þeim í lafafrökkum og með hvítar krullinkollur á höfði. Hálfdan Einarsson brölti fyrr ofan af sínum hesti og þeigi lipurlega, og þegar hann kenndi jarðar sáldraðist hvítt púðrið úr hárkollunni niður á frakkaboðunga hans. - Fjandinn líka, séra Jón, að ríða hattlaus!

Um leið og Oddur kom fram á hlaðið úr skemmukofanum og varð að beygja sig lágt undir dyratréð, miðaði Hálfdán á hann öðru auga, en hljóp svo síðan eða hrasaði til hans og hóf að faðma hann og kyssa:
 - Upp til himins er mitt hjartans júbel að finna þig heilan ígen, minn elskanlegi mágur!
 - Mágur, rektor Hálfdán?
 - Innan viku frá þessum degi verðum við í einu blóði. Þann fyrsta kalender oktobris verður drukkið brullaup okkar Kristínar systur þinnar heima á Hólum!
 - Drukkið, það mætti segja mér.
 - Minn háloflegi tengdafaðir og faðir ykkar mun tengja okkur saman í þeirri nýju múrkirkju sem hefir nú öll verið hvíttuð innan. Sá fyrsti kalender oktobris er messudagur hins helga Gregóríuss að fornu tali, þess sem ljósið bar, so sem ég hefi og borið ljósið, ljós vizku og þekkingar sem hann. Kláraðu ekki úr pyttlunni, sér Jón!
 - Sé þetta Jón Sveinsson Goðdalaprestur sem með yður er, þá mun hann vera minn landsdrottinn. Ekkert hefi ég enn byggingarbréfið, herra Goðdalaprestur, en afgjaldið skal ég greiða með skilum. Annan kaupskap vildi ég þó við yður eiga.
 - Fáðu mér hana, séra Goddi. Ég vil líka dreypa á mág minn og tilkomandi svaramann í mínu stóra brúðkaupi! Og sjálfum mér veitir ekki af sálarstyrkingu að komast aftur yfir þetta hroðalega gil. Soleiðis gil ættu ekki að leyfast!

(s. 75-76)

Fleira eftir sama höfund

Norræn málaralist: Expressionisminn ryður sér braut

Lesa meira

Brotasaga

Lesa meira

Brotasilfur

Lesa meira

Byltingarbörn

Lesa meira

Íslenzk myndlist á 19. og 20. öld, I

Lesa meira

Íslenzk myndlist á 19. og 20. öld, II

Lesa meira

Íslenzka teiknibókin í Árnasafni

Lesa meira

Íslenzkt gullsmíði

Lesa meira

Aldaslóð

Lesa meira