Beint í efni

Handagúndavél og ekkert minna

Handagúndavél og ekkert minna
Höfundur
Guðrún Helgadóttir
Útgefandi
Óskráð
Staður
Reykjavík
Ár
1999
Flokkur
Barnabækur

Myndir: Freydís Kristjánsdóttir.

Úr HandaGúndavél:

Nú þolir Gúndi þetta ekki lengur,
þó að hann sé agnarlítill drengur
að gera ekki annað í allan heila vetur,
en ambra, sofa og slefa og bíða og sjá hvað setur.

Nei, Gúnda vantar VÉL, það má ei minna,
því margt er það sem snáðinn þarf að sinna.
En hann þarf ekki margar, aðeins eina,
eina litla vél með mjóa teina.

Hún gerir allt sem Gúndi henni segir,
á Gúndamáli, hún er stillt og þegir.
Hún gæti heitið HANDAGÚNDAVÉL.
Hérna er hún, gjöriði svo vel.

Ha ha ha, ha, nú finnst Gúnda gaman
Gúndi og vélin gera nú allt saman.
Með hana bundna á bakinu
hann tafarlaust nær takinu
á takkanum að framan.

Farðu vél og finndu í hvelli snudduna,
fjólubláu, mjúku góðu dudduna!
Litliputti á takkann, teinninn yfir gólfið
teygir sig í skáp og inn í neðsta hólfið.

Fleira eftir sama höfund

Gunnhildur og Glói

Lesa meira

Tostes spøgelse

Lesa meira

Hjartans mál

Lesa meira

Hja mær í nátt

Lesa meira

Ekkert að marka!

Lesa meira

Ekkert að þakka!

Lesa meira

Vera vernd

Lesa meira

Velkominn heim Hannibal Hansson

Lesa meira

Flumbra : an Icelandic Folktale

Lesa meira