Um bókina
Rithöfundur gengur daglega yfir Skólavörðuholtið með hundinn sinn, á leið á Þjóðskjalasafnið þar sem hann les sér til um listamanninn og sérvitringinn Karl Dunganon. Á safninu vinnur stúlka með eldrautt hár og sægræn augu sem vekur ekki minni áhuga en gömul skjöl – en það er mikið verk að kynnast manneskju.
Heklugjá – leiðarvísir að eldinum er saga um leit að hamingjunni. Leikar berast yfir höf og lönd og aldir; úr djúpi sögunnar birtast sífellt nýjar persónur en í iðrum jarðar kraumar eilífur eldur sem brýst upp með látum.